Félagsráðsfundur FKS 16. feb. 2010

Fundur í félagsráði Félags kúabænda 16.2.2010 haldinn í Björkinni á Hvolsvelli



1. Fundarsetning
Þórir Jónsson formaður FKS, Selalæk  setti fund  kl. 20.30 og bauð fundarmenn velkomna, fundarmenn kynntu sig og að því loknu var gengið til dagskrár.


2. Kosningar
Arnheiður á Guðnastöðum var endurkjörinn ritari félagsins  og Elín í Egilsstaðakoti endurkjörinn sem gjaldkeri með lófaklappi. Þá var  gengið til kosninga  um 5 fulltrúa félagsins inn á aðalfund Búnaðarsambands Suðurlands sem haldinn verður 21.apríl á Kirkjubæjarklaustri . Kosningu hlutu:

Aðalmenn:
Arnheiður D. Einarsdóttir  Guðnastöðum 
Þórir Jónsson Selalæk  
Ólafur Helgason Hraunkoti  
Elín B. Sveinsdóttir Egilsstaðakoti  
Valdimar Guðjónsson Gaulverjabæ 

Varamenn:
Samúel U. Eyjólfsson Bryðjuholti
Jórunn Svavarsdóttir Drumboddsstöðum
Sigurður Þór Þórhallsson Önundarhorni
Katrín Birna Viðarsdóttir  Ásólfsskála
Ragnar Magnússon Birtingaholti


Kosningu á aðalfund Landssambands kúabænda  sem haldinn verður  26.-27.mars á Hótel Sögu hlutu eftirtalin:

Aðalmenn:
Þórir Jónsson Selalæk
Valdimar Guðjónsson Gaulverjabæ
Elín B. Sveinsdóttir Egilsstaðakoti
Ólafur Helgason Hraunkoti
Katrín Birna Viðarsdóttir Ásólfsskála
Guðbjörg Jónsdóttir Læk
Sigurður Þór Þórhallsson Önundarhorni
Arnheiður D. Einarsdóttir Guðnastöðum
Samúel U. Eyjólfsson Bryðjuholti

Varamenn:
Bóel Anna Þórisdóttir Móeiðarhvoli
Ragnar Magnússon Birtingaholti
Ásmundur Lárusson Norðurgarði
Jóhann Nikulásson St-Hildisey
Björn Harðarson Holti
Jórunn Svavarsdóttir Drumboddsstöðum
Sævar Einarsson Stíflu
Sigurjón Eyjólfsson Pétursey
Pétur Guðmundsson Hvammi


3. Nýliðinn aðalfundur FKS
Formaður  sagði frá afgreiðslu tillögu  sem samþykkt var  á liðnum aðalfundi um stöðu  mjólkurframleiðslu utan greiðslumarks. Tillagan var send sjávarútvegs- og  landbúnaðarráðherra. Þá ræddi formaður tillögu sem  dregin var til baka um ákvörðun stjórnarlauna. Fyrir næsta aðalfund þarf að taka málið upp og skipa  menn til undirbúnings tillögugerð fyrir næsta aðalfund um það mál.
Þá ræddi hann mögulega aðkomu félagsins varðandi skuldamál einstakra bænda. Þau mál  yrðu  væntanlega áfram rædd. Nokkur umræða varð um skuldamáliln almennt og þá stöðu sem upp væri komin vegna dómsniðurstaðna héraðsdóms.  Spurt var hvort ekki væri full ástæða til að bændur hefðu fagmenn með sér ef taka þurfi upp lánasamninga og breyta.

Runólfur lagði áherslu á að þeir bændur  sem teldu sig þurfa að taka á sínum lánamálum  gerðu það út frá eigin forsendum í samstarfi við viðskiptabanka . Sjálfsagt er fyrir bændur að hafa ráðgjafa með sér við þessa vinnu, ráðunaut eða löglærða menn. Hvern þann sem bændur treystu best.  Hægt að nálgast faglega ráðgjöf hjá Búnaðarsambandinu en þar hefur verið unnið verulegt starf  síðustu misseri varðandi greiningu og stöðumat og jafnframt hefðu starfmenn Bssl mætt á fundi með einstökum bændum og fulltrúum bankanna.

Guðbjörg á Læk lét þess getið vegna ummæla Daníel í Akbraut  á aðalfundinum um uppgjör skýrsluhaldsins á liðnu ári að  ákveðið hefði verið að framvegis yrði uppgjör sent til þeirra búa sem væru efst eftir desemberuppgjör til athugasemda og yfirferðar áður en það yrði birt opinberlega.


4. Næsti aðalfundur LK og samstarf við BSSL
Jóhann  í St-Hildisey  fór yfir hvað  væri helst á borði Landsambandsins núna. Nefndi að í gangi er vinna á vegum LK varðandi stefnumörkun og þá í samstarfi við Auðhumlu. Drög myndu væntanlega liggja fyrir á aðalfundi LK. Þá gat hann málefni heimavinnslu og um stöðu framleiðslu mjólkur utan greiðslumarks sem væntanlega kæmi til umræðu á aðalfundinum.
Loks gat hann um  sæðingastarfsemina, ákveðin vinna væri í gangi og starfsnefnd  að störfum. Ákveðið að bíða eftir ársreikningi af einstökum svæðum árið 2009 áður en lengra yrði farið. Ekki stendur þó til að sameina sæðingarstöðvarnar.

Guðbjörg á Læk  ræddi nauðsyn mjólkurverðshækkunar og  að ályktunar  væri þörf í því skini. Fundarmenn sammála um að nauðsyn væri á að skerpa á þessu og álykta um löngu tilkomna, geymda hækkun auk þess  sem hækkunarþörf væri veruleg vegna hækkunar einstakra rekstrarliða.

Arnheiður á Guðnastöðum ræddi kjötverðið og nauðsyn þess að fá hækkun á það og spurði um útflutning á mjólkurvörum, hvernig þau mál stæðu. Hvort afstaða hefði verið tekin til ályktana síðasta aðalfundar LK um hversu mikið skyldi lagt í útflutning ?

Björn í Holti  sagði frá stöðu mála í útflutningsmálum MS, þar hefur  ekki gengið nægilega vel undanfarin ár. Björn sagði að þessi mál væru sífellt í skoðun, bæði útflutningur til Bandaríkjanna og annarra landa.

Valdimar í Gaulverjabæ ræddi einnig útflutningsmálin , þau ættu alltaf að vera í skoðun og útflutningur ætti alltaf að vera einhver,  minnti á að þetta væri  ávallt einhver aftöppun af innanlandsmarkaði sem mikilvægt væri að hafa.

Samúel í Bryðjuholti ræddi nautakjötssölu og stöðuna á markaði og velti fyrir sér hvort sú markaðshlutdeild sem kjötið hefði haldið síðustu misseri stafaði m.a. af þeirri ástæðu að aukning væri í beinni sölu nautakjöts af býli. Í umræðum kom fram að  hluti af skýringu á því að nautakjötssala væri þó þetta mikil, væri að minna væri flutt inn af nautakjöti en áður.

Guðbjörg á Læk ræddi  uppsöfnun búnaðargjalds hjá LK og velti fyrir sér að hvað ætti að gera við það.

Jóhann í St-Hildisey  ræddi þetta einnig. Þetta væri annars vegar beint tengt mjólkurverði og hins vegar stofni búnaðargjaldsins samkvæmt lögum. Væntanlega yrði þetta tímabundið ástand ef samþykkt verður tillaga um lækkun búnaðargjalds á Búnaðarþingi.


Formaður  ræddi samstarf FKS við Bssl, stjórnir félaganna ræddu þessi mál á fundi 17.des sl. Einnig nefndi hann erindi Baldurs Helga um stefnumörkun danskra kúabænda á aðalfundi FKS.  Þá hittust í gær,  formaður FKS og formaður Bssl og framkvæmdastjóri Bssl auk Guðmundar Jóhannessonar ráðunauts sem hafði útbúið drög að stefnumótun til 2015 fyrir ýmsa þætti nautgriparæktar á Suðurlandi og tekið mið af stefnumörkun danskra bænda. Dreift var  1. drögum um þessi mál unnin af Guðmundi Jóhannessyni.
Formaður gat þess einnig að þörf væri á skarpari áherslum á starfi tilraunabúsins  St-Ármóts, þörf væri einnig að skoða framhald SUNNU-verkefnis en  ljóst er að þetta yrði væntanlega síðasta árið sem það nyti fjármuna úr búnaðarlagasamningi.


Mikil umræða varð um drögin að stefnumörkun, SUNNU-verkefnið og tilraunastarfið á St-Ármóti. Almennt voru fundarmenn jákvæðir um að vinna þessi mál áfram í samstarfi félagsins og búnaðarsambandsins og annarra aðila.

Runólfur viðraði þá hugmynd að vinna eftir stefnumörkun gæti verið gott framhald og útvikkun á Sunnu-verkefninu.


Nokkur umræða varð síðan um tengingu kúabænda við tilraunastarfið á St-Ármóti og aðkomu þeirra til að hafa áhrif á tilraunastarfið. Eins væri mikilvægt að fá fréttir af gangi mála á hverjum tíma.

Jóhann í St-Hildisey gat um að hann, ásamt Sigurði Þór á Önundarhorni, Ómari í Lambhaga og Guðrúnu Helgu í Skeiðháholti , hefðu verið skipuð í hóp fyrir nokkrum árum sem ætlað var ákveðið  hlutverk varðandi tengsl við St-Ármót. Jóhann hafði samband við Grétar Hrafn tilraunastjóra í dag og hann er tilbúinn að hitta fulltrúa félagsins í annarri viku mars.

Katrín Birna á Ásólfsskála stakk upp á að formaður félagsins kæmi þarna inn í þennan hóp ásamt fleirum , stungið var upp á Ásmundi í Norðurgarði og jafnframt er Bóel Anna á Móeiðarhvoli tilbúin að starfa í þessum hóp. Ákveðið að formaður komi þessu starfi áfram.


5. Önnur mál
a. Rætt um kjarnfóðurverð en frést hefur af lækkun á fóðurverði til svínabænda. Þetta þarf að kanna nánar.

b. Rætt um hlutafjáraukningu í Fóðurblönduna en hlutur MS hefur hækkað í 20%

c.  Sigurður Þór  á Önundarhorni kvartaði yfir framsetningu á gangmáladagatali. Reitir of litlir og tollir illa á því auk þess sem villa er í vikudögum.

d. Runólfur nefndi að svo virtist að próteinhlutfall virðist hafa lækkað á svæðinu síðustu vikur í samanburði við sömu vikur í fyrra. Ekki vitað hvað veldur en almennt lækkar próteinhlutfall heldur á þessum tíma árs en nú er fallið mun meira.


Stefnt er að næsta fundi félagsráðs í mars nk. þar yrði m.a. ræddar tillögur til aðalfunda LK og Bssl.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 00.35


Fundargerð ritaði Runólfur Sigursveinsson


back to top