Að loknum haustfundum sauðfjárrækarinnar

Haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er nú lokið og tókust fundirnir mjög vel.  Alls mætu um 180 manns á fundina sem voru á fjórum stöðum.  Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru.  Á fundunum fór Sveinn Sigurmundsson yfir fyrirkomulag sauðfjársæðinga og niðurstöður síðasta árs, þ.e. þátttöku og árangur. Eyþór Einarsson frá RML kynnti hrútakost Sauðfjársæðingastöðvarinnar og fjallaði um fjárræktatrstarfið. Fanney Ólöf Lárusdóttir hjá RML fór yfir hauststörfin á Suðurlandi og veitti verðlaun fyrir efstu lambhrútana og efstu BLUP hrútana. Þorsteinn Ólafsson mætti einnig á fundinn í Þingborg og fjallað i um leiðir til að ná góðum árangri í sæðingum.

Hér fyrir neðan er listi yfir bestu lambhrútana í hverri sýslu fyrir sig og listi yfir efstu BLUP hrútana, sem og leiðbeiningar frá Þorsteini Ólafssyni um hvernig á að ná góðum árangri í sæðingum.

Sauðfjársæðingar hvernig á að ná árangri, Þorsteinn Ólafsson.

Bestu lambhrútarnir 2016

BLUP-efstir 2016

Lambhrútar A-Skaftafellssýslu bestir 2016

Lambhrútar V-Skaftafellssýslu bestir 2016

Lambhrútar Rangárvallasýslu bestir 2016

Lambhrútar Árnessýslu bestir 2016

 


back to top