Að lokinni sæðistökuvertíð

Sæðistökuvertíð þetta árið lauk í dag 21. desember. Þetta var 49. sæðistökuvertíð Sauðfjársæðingastöðvarinnar sem hóf starfsemi sína árið 1968.  Fleiri strá voru send út þetta árið en í fyrra eða alls 4.602 strá, sem er 117 stráum fleira en í fyrra.  Mest var tekið úr Börk frá Efri-Fitjum, Fitjárdal eða 2.300 skammtar, þá var Kornelíus frá Stóru-Tjörnum, Ljósavatnsskarði með 1.625 skammta, þá Bergur frá Bergsstöðum, Miðfirði með 1.615 skammta, Bjartur frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum með 1.605 skammta, Klettur frá Borgarfelli, Skaftártungu með 1.600 skammta, aðrir hrútar voru með færri skammta.

 


back to top