Metútsending á sauðfjársæði

Í dag föstudaginn 9. des var metútsending hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands. Alls voru send út 426 sæðisstrá eða sæði í 2130 ær. Sæðið fór á Suðurland í Húnavatnssýslurnar, Strandirnar, norðausturland og Austur Skaftafellssýslu. Hrúturinn Börkur frá Efri Fitjum gaf sæði í 255 ær sem er nærri útsendingarmeti Grábotna frá Vogum en það var sæði í 270 ær. Annars fara sauðfjársæðingar vel af stað. Mikil þátttaka og gott veður það sem af er og vel gengur með flesta hrútana nema Þokuhrein frá Heydalsá sem hefur yfirgefið þessa jarðvist.


back to top