Að lokinni sæðistökuvertíð

Sæðistökuvertíð þetta árið lauk í dag 21. desember. Þetta var 51. sæðistökuvertíð Sauðfjársæðingastöðvarinnar sem hóf starfsemi sína árið 1968. Veðrið var hagstætt og því gengu flutningar á hrútasæði að mestu vel en hvassviðri við suðurströndina setti aðeins strik í reikninginn. Sæðistakan gekk óvenju illa framan af vegna lakra sæðisgæða sem við kunnum ekki skýringar á. Nokkur samdráttur var í útsendingu á sæði en alls var sent sæði út frá stöðinni í 16.005 ær. Miðað við 70 % nýtingu á sæði gætu verið að 11 þúsund ær væru sæddar með fersku sæði frá stöðinni þetta árið sem er fækkun um 1000 ær frá því í fyrra en þá höfðu sæðingar frá stöðinni dregist saman um 3.500 ær.

Mest var sent úr Drjúgi frá Hesti, eða 2.020 skammtar, þá var Durtur frá Hesti með 1.685 skammta, Klettur frá Borgarfelli með 1.450 skammta en eftirspurn eftir Kletti var mun meiri en hægt var að anna. Tvistur frá Hríshóli, Fjalldrapi frá Hesti og Gunni frá Efri-Fitjum voru allir með útsendingu á sæði vel yfir 1000 ær

Að lokum, þakkar það starfsfólk Kynbótastöðvar sem vann að sauðfjársæðingum bændum og búnaðarsamböndum ánægjulegt samstarf á þessarri vertíð.

Sæðistaka úr hrútum 2018


back to top