5. fundur – haldinn 13. júní

Stjórnarfundur BSSL 5/2013

Á fundinn sem haldinn var að Stóra Ármóti mættu Guðbjörg Jónsdóttir, Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárussonar, Jón Jónsson, og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.

1. Farið var yfir fundargerð síðasta aðalfundar og þau skilaboð sem stjórnin fékk. Þar komu m.a. fram ábendingar um að huga vel að grasrótarstarfi. Rætt var um að halda formannafund næsta haust. Gunnari og Guðbjörgu var falið að leggja fram tillögur um með hvaða hætti sé hægt að auka virkni aðildarfélaganna og þar með efla grasrótina.

2. Helga Sigurðardóttir mætir og greinir frá nýrri heimasíðu Búnaðarsambandsins sem hefur verið í smíðum síðustu vikurnar og birtist bændum næstu daga.
3. Sveinn greindi frá verkefni um vinnuvernd hjá bændum sem er að fara af stað undir forystu Bændasamtakanna og í samræmi við ályktanir Búnaðarþings og aðalfundar LK. Fengist hefur styrkur frá Framleiðnisjóði að upphæð 1,8 milljónir.
Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson

 


back to top