6. fundur – haldinn 29. ágúst

Stjórnarfundur BSSL 6/2013

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSl mættu Guðbjörg Jónsdóttir, Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárussonar, Jón Jónsson, og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.
1. Á fundinn mætti Ragnar Sigurðsson Litla Ármóti sem hefur verið okkur innan handar við undirbúning á byggingu fjárhús á Stóra Ármóti. Þá voru Hilda, Höskuldur og Grétar Hrafn mætt til að fjalla fjárhúsbygginguna með stjórninni. Sveinn greindi frá því að byggingaleyfi hefði fengist. Ragnar lagði fram grunnteikningu með mismunandi stærðum og leist fundarmönnum betur á húsið sem að grunnfleti er 22 m að lengd og 18 m að breidd. Grétar Hrafn kynnti þá hugmynd að vera með náttúrulega loftræstingu og veggina steypta að 1,5 m og þar ofan rimla að breskri fyrirmynd svonefnt Yorkshire boarding. Nokkrar umræður urðu um húsið og væntanlegt notagildi þess. Hugmyndin er að geta verið með námskeið og tilraunir í sauðfjárrækt. Ragnari falið að vinna áfram að frekari útfærslum og leggja fyrir næsta fund til ákvarðanatöku.
2. Rætt var um tilraunastarf á Stóra Ármóti næsta vetur en átgetutilraun í tengslum við NORFOR kerfið verður gerð. Þörf er á tilraunamanni í fullu starfi frá nóvember til aprílloka.
3. Runólfur Sigursveinsson mætti og greindi frá starfsemi RML. Tíma þarf til að koma hinu nýja fyrirtæki á laggirnar en með haustinu verða ný verkefni kynnt, m.a. Átak í nautakjötsframleiðslu.
4. Fanney Ólöf Lárusdóttir mætti á símafund og greindi frá vinnu við skipulagningu hauststarfa í sauðfjárrækt.
Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


back to top