5. fundur 2009 – haldinn 28. ágúst

Fundinn sem haldinn var á Kirkjubæjarklaustri sátu, Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Þórir Jónsson varamaður Egils, Gunnar Eiríksson, Þórey Bjarnadóttir og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Þá sat Fanney Ólöf Lárusdóttir hluta fundarins.


1.  Starfsmannamál og starfssemi framundan. 
Jóhannes Símonarsson lætur af störfum hjá Búnaðarsambandinu 15. október. Honum eru þökkuð vel unnin störf  fyrir  BSSL og árnað heilla í nýju starfi.

2. Viðbragðsáætlun vegna svínaflensu.
Málefnið til kynningar.

3. Úttekt á kartöflugörðum í Þykkvabæ.
Ráðunautar BSSL sáu um að mæla upp kartöflugarða í Þykkvabæ vegna frostskemmda í júli. Málið rætt og þá m.a. hver ætti að bera kostnað af þeirri vinnu.

4. Hauststörf í sauðfjárrækt. 
Fanney Ólöf sat fundinn undir þessum lið.  Fanney og Þórey fóru yfir það skipulag sem unnið verður eftir í haust.

5. Bréf frá fjárræktarfélagi Álftavers.
Í bréfinu kemur fram gagnrýni á gjaldtöku vegna hauststarfa í sauðfjárrækt. Sveini falið að svara bréfinu.

6. Árangur í sauðfjársæðingum. 
Sveinn fór yfir mikilvægi þess að upplýsingar varðandi árangur komi fram til að auka þróun og bæta árangur. Nú í ár liggja fyrir upplýsingar fyrir allt landið í gegnum Fjárvís sem sýna mismunandi árangur milli stöðva.

7. Önnur mál og bréf sem borist hafa.
Guðbjörg kynnti minnisblað frá Runólfi varðandi skuldastöðu bænda.
Bréf BÍ þar sem boðað er til fundar í búnaðargjaldsnefnd 1. september. Guðbjörg, Egill og Sveinn munu mæta á fundinn fyrir hönd BSSL.


Fundi slitið.


Guðni Einarsson


back to top