4. fundur 2009 – haldinn 4. júní

Fundinn sem haldinn var á skrifstofu Búnaðarsambandsins sátu, Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

1. Viðhorf stjórnar BSSL til tillögu Búnaðarþings um endurskoðun á innheimtu búnaðargjalds. Guðbjörg lagði fram minnisblað þar sem fram kom jákvætt viðhorf til framkominnar tillögu og óskað eftir samvinnu á öllum stigum málsins.

2. Tillaga frá aðalfundi um samskipti vegagerðar og sveitarstjórnar varðandi girðingar með þjóðvegi
Sveinn gerði grein fyrir þeim samningum sem nú þegar eru hafa verið gerðir milli sveitarstjórna og vegagerðarinnar, en frumskilyrði fyrir þeim samningum er að lýst verði lausagöngubanni á vegsvæðinu og skipaður eftirlitsaðili. Samþykkt var að senda sveitarstjórnum bréf og kynna þeim málið.

3. Guðmundur Tryggvi Ólafsson framdvæmdastjóri Sorpstöðvar Suðurlands mætti á fundinn og fór yfir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi, en til stendur að loka urðun í Kirkjuferjuhjáleigu 1. desember 2009.  Kostnaðarauki við að flytja sorpið í Sorpu er um 200 milljónir.  á ári.   Stjórn Bssl lýsir yfir áhyggjum sínum af hinum mikla kostnaðarauka sem hlýst af lokun urðunar í Kirkjuferjuhjáleigu og skorar á sveitarfélögin að finna viðunandi lausn í tíma.

4. Verðmat á íbúðarhúsi á Stóra Ármóti.
Fyrir liggur matsgjörð frá Lögmönnum Suðurlands.

5. Húsnæðismál. 
Sveinn fór yfir hugmyndir varðandi breytingar á kaffistofum í húsinu og nýja leigjendur.

6. Upplýsingamiðlun frá Stóra Ármóti. 
Sveinn fór yfir áætlun um aukið upplýsingarstreymi frá Stóra Ármóti í gegnum heimasíðu BSSL.

7. Starfsemin og mál framundan.
Sveinn flutti stutta skýrslu um starfssemina.  Runólfur Sigursveinsson og Eggert Þórarinsson mættu á fundinn og gerðu grein fyrir vinnu sem tengist fjárhagsstöðu bænda.

8. Önnur mál.
Sveinn lagði fram ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu þar sem skorað er á BSSL að starfsmenn þess og ráðunautar reyni með reglubundnum hætti að halda fræðslufundi á sambandssvæði Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga.
Bréf Nautgriparæktarfélags Hraungerðishrepps  þar sem mótmælt er fyrirhuguðum niðurskurði BSSL á hefðbundnum fundum í nautgriparæktunarfélögum á sambandssvæðinu.

Fundi slitið,

Guðni Einarsson


back to top