5. fundur 11. desember

Stjórnarfundur BSSL haldinn 11. desember 2020.

Fundurinn var símafundur og mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Kr. Eiríksson. Björn Helgi Snorrason og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson var einnig á fundinum og ritaði fundargerð.

1. Stjórn skiptir með sér verkum
Aldursforseti Helgi Eggertsson setti fund og gerði að tillögu sinni að Gunnar myndi gegna stöðu formanns og Ragnar væri varaformaður eins og var í síðustu stjórn. Stjórnin var því samþykk.

2. Aðalfundur og þau skilaboð sem við fengum.
Aðalfundurinn var fjarfundur og gekk að mörgu leyti vel en þetta fundarform er samt ekki æskilegt fyrir svona stóra fundi. Stjórnarmenn úr Árnessýslu þeir Gunnar og Helgi voru endurkjörnir til næstu þriggja ára og Rafn Bergsson var kosinn nýr endurskoðandi. Oddný Steina flutti erindi um breytingar á félagskerfi bænda sem lagt verður fyrir næsta Búnaðarþing og urðu allnokkrar umræður um það sem fram koma í fundargerð aðalfundar.

3. Erindi um skiptingu fulltrúa búnaðarsambanda á Búnaðarþingi.
Lagt er til að 6 fulltrúar á Búnaðarþingi komi frá Búnaðarsamböndunum. Þar af 2 fyrir Suðurland. Annar fyrir svæðið að Markarfljóti og hinn fyrir svæðið austan Markarfljóts og þá með Austur-Skaftafellssýslu. Stjórninni finnst hlutur Búnaðarsambanda rýr og felur formanni og framkvæmdastjóra að vera í sambandi við stjórn BÍ og reyna að tryggja stöðu Búnaðarsambandsins sem best í þessarri nýju stöðu.

Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson

 

 

 

 


back to top