4. fundur 22. október

Stjórnarfundur BSSL haldinn 22. október 2020.

Fundurinn var símafundur og mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Kr. Eiríksson. Björn Helgi Snorrason og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson var einnig á fundinum og ritaði fundargerð.

1. Aðalfundur 18. nóvember.
Aðalfundurinn fyrirhugaður sem fjarfundur. Stjórnin var því samþykk og var Sveini falið að undirbúa fundinn. Ákveðið var að bjóða nýjum formanni Bændasamtakanna Gunnari Þorgeirssyni á fundinn og einnig að fá varaformann BÍ Oddnýju Steinu Valsdóttur til að kynna tillögur stjórnar BÍ um félagskerfið.

2. Óformlegt erindi frá BÍ hvort Bændakókhald ehf taki að sér bókhald BÍ.
Fram hefur komið óformlegt erindi frá BÍ hvort Bændabókhaldið væri til í viðræður um að taka að sér bókhald BÍ. Stjórnin var samþykk því að fara á slíkar viðræður komi formlegt erindi um það.

3. Engir hrútafundir þetta árið.
Vegna Covid ástandsins og samkomubanns verða engir kynningarfundir á hrútum Sauðfjársæðingastöðvarinnar þetta árið. RML stefnir að netkynningu á þeim í staðinn. Ekki verða því verðlaunaveitingar efstu lambhrúta í haustskoðun en þær hafa verið í boði Búnaðarsambandsins.

4. Skuld Stóra Ármóts ehf við Búnaðarsambandið.
Ákveðið var að vaxtarreikna skuld Stóra Ármóts við móðurfélagið sambærilegt og gert er með stofnsjóðinn í MS og greiða Búnaðarsambandinu.

Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson

 

 

 

 


back to top