1. fundur 2013 – haldinn 17. janúar

Stjórnarfundur BSSL 1/2013

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Guðbjörg Jónsdóttir, Erlendur Ingvarsson, og Ragnar Lárussonar, Jón Jónsson, og Gunnar Kr. Eiríksson. Þá sat Sveinn Sigurmundsson fundinn.
1. Guðbjörg Jónsdóttir fór yfir störf sín við ráðningu starfsmanna í RML. Hún ásamt Guðnýju Jakobsdóttur og Eiríki Blöndal tóku viðtöl við þá sem sóttu um auglýstar stjórnunarstöður
2. Runólfur nýráðinn fagstjóri á rekstrarsviði í RML mætti á fundinn og gerði stjórninni grein fyrir störfum sínum og aðkomu að mótun hins nýja fyrirtækis
3. Gunnar Kr Eiríksson var tilnefndur sem fulltrúi BSSL í nefnd sem á að endurskoða hlutverk og starfsemi búnaðarsambandanna
4. Sveinn greindi frá skipulagsbreytingum hjá frjótæknum um áramót en nú hefur þeim fækkað úr 5 fastráðnum í 4 fastráðna frjótækna. Þá tekur nýtt vinnuskipulag gildi þar sem frjótæknar fá frí aðra hverja helgi í stað þriðju hverrar.
5. Guðbjörg fór yfir stöðuna í kjaradeilu við frjótækna
6. Laganefnd. Tilnefndir Guðmundur Stefánsson, Þorfinnur Þórarinsson, Bjarni Jónsson. Greinar sem þurfa endurskoðunar eru ákvæði um að skylda sé að gefa út ársrit, löggiltan endurskoðenda og um hlutverk og skyldur Búnaðarsambandsins
7. Aðalfundur Búnaðarsambandsins verði föstudaginn 12.apríl og þá í Vestur-Skaftafellsýslu
8. Tilraunastjórinn á Stóra Ármóti er kominn til starfa aftur í 80 % starfshlutfall eftir að hafa verið í 25 % starfi árið 2012. Fóðrunartilraunir á Stóra Ármóti eru fyrirhugaðar næstu daga.þar sem átgeta fyrsta kálfs kvígna verður skoðuð og staðfærð í Nor-For kerfið
Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson

  

 

 

 

 


back to top