Vigtun hjá Nautís 7. febrúar

Aberdeen Angus kálfarnir hjá Nautís eru vigtaðir hálfsmánaðarlega og eru yfirleitt að þyngjast að meðaltali um 1,5 kg á dag.  Nautkálfurinn 09 Draumur hefur mikinn vaxtarhraða og er nú flest tímabil að vaxa um og yfir 2 kg. Frá fæðingu er meðalþynging hjá honum 1716 gr á dag. Meðalþynging allra kálfa frá fæðingu er 1341 gr. Einangrunartímabilinu lýkur í byrjun júlí og fljótlega úr því má fara að taka sæði úr nautunum sem síðan verður dreift frá Nautastöð BÍ. Hér má sjá aftan á Vísi sem vóg 283 kg þegar hann er rúmlega 5 mánaða.

Copy of Þungi kálfa hjá Nautís


back to top