1. fundur haldinn 25. janúar 2019

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Sigurjón Eyjólfsson og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Á fundinn mætti einnig Ólafur Þór Þórarinsson undir liðnum staða fyrirtækjanna.

 

  1. Formannafundur.

Tillaga kom fram um Stóra Ármót sem fundarstað föstudaginn 15. febrúar. Farið verður yfir starfsemi BSSL, kynning á  tilraun um þaramjöl. Greint frá vinnu við landgreiðslur og jarðabótaverkefni. Fréttir af vinnu um enduskoðun félagskerfisins, minna á væntanlegar Búnaðarþingsskosningar ofl.

 

  1. Staða fyrirtækjanna.

Þar kom fram að verulegt tap er á rekstri Kynbótastöðvarinnar en önnur fyrirtæki eru í jafnvægi.

 

  1. Kynbótastöð.

Samþykkt að hækka gjaldskrá. Bæði fyrir sæðingar og klaufsnyrtingu. Gripagjald sem innheimt er í kúasæðingunum úr 2900 kr á ári í 3500 kr á ári en á Austurlandi hækkar gjaldið á grip úr 4900 kr í 5500 kr. Klaufsnyrting hækkar úr úr 8500 kr/klst í 10 þús kr/klst. Komugjald í 25000 kr.

 

  1. Sauðfjársæðingar.

Sæddar 10.589 ær frá okkur og samdráttur á báðum stöðvum 10 þúsund ær á síðustu 2 árum. Tap varð á rekstri sauðfjársæðinga um 2,3 milljónir á síðasta ári. Samþykkt að taka sjóð þann sem er skráður á gömlu sauðfjársæðingastöðina og nota hann í rekstrinum.

 

  1. Sauðís.

Hugmynd um að stofna eitt fyrirtæki um rekstur sauðfjársæðinga á landinu sem var til umræðu á síðasta stjórnarfundi fer til umræðu á Vesturlandi í vor. Fagráð í sauðfjárrækt sýnir hugmyndinni áhuga og ætlar að kynna hana á ársfundi.

 

  1. Fræðsluferð til Noregs.

Starfsfólk sauðfjársæðingastöðvarinnar fór á dögunum að kynna sér sauðfjársæðingar í Noregi. Norðmenn hafa náð frábærum árangri með frysta að frysta hrútasæði og eru eingöngu með það.

 

  1. Breytingar á starfsliði.

Sigrún Helga Valdimarsdóttir hættir störfum við bændabókhald. Helga Sigurðardóttir er komin í veikindaleyfi. Unnið er að því að ráða nýjan starfsmann í stað Sigrúnar.

 

  1. Beiðni Rjómabúsins Baugsstöðum.

Rjómabúið Baugsstöðum biður um 100 þús kr styrk til að geta greitt reikninga vegna viðhalds sem var að skipta um járn á austurhliðinni. Stjórnin samþykkti það en telur eðlilegast að Byggðasafn Árnessýslu yfirtaki hlut Búnaðarsambandsins í safninu.

 

 

  1. Ársfundur BÍ Hótel Örk 8. mars.

Að þessu sinni verður ársfundur BÍ ásamt tilheyrandi kvöldskemmtun á Hótel Örk 8. mars.

 

  1. Aðalfundurinn.

Hann á að vera í Vestur-Skaftafellsýslu núna. Stjórnin lagði til að hann yrði í Hótel Dyrhólaey föstudaginn 12. apríl. Á aðalfundinum skal kjósa til Búnaðarþings. Fram kom að Sigurjón Eyjólfsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs þar sem hann er að mestu hættur búskap.

 

  1. Fréttir frá Nautís.

Sveinn greindi frá stöðunni hjá Nautís en 12 kálfar fóru í einangrun 4. október og 9 mánaða einangruninni lýkur því í byrjun júlí. Þá er hægt að framkvæma sýnatöku og hefja sæðistöku úr nautunum þegar niðurstöður sýnatökunnar liggur fyrir. Dreifing á sæði mun hefjast næsta haust. Aðeins 11 kýr hafa fest fang nú í haust en svo virðist að 2 kýr sem voru úrskurðaðar með fangi hafi látið. Góður vöxtur er í kálfunum og sá sem mest þyngist er oft með 2kg vaxtaraukningu á dag.

 

  1. Undirritun fjárfestingastefnu í eignasafni Búnaðarsambandsins.

Ákveðið að fara með eignasafn Búnaðarsambandsins hjá Landsbankanum í varfærna fjárfestingarstefnu sem byggir á inneign í verðtryggðum skuldabréfum og ríkisskuldabréfum.

 

  1. Undirritun lóðarleigusamnings milli Nautís og Stóra Ármóts.

Til undirritunar var bæði lóðarleigu- og afnotasamningur af landi milli Stóra Ármóts og Nautís.

 

  1. Önnur mál.

Erlendur spurðist fyrir um hvort leitað hefði verið eftir samningi við Mast um þau verkefni sem Búnaðarsambandið sinnir fyrir þá. Það er gerður samningur til eins árs í senn um úttektir vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna sem er endurskoðaður árlega í ljósi umfangs verkefnanna. Búnaðarstofa á í góðu sambandi við búnaðarsamböndin og rætt er um fleiri verkefni fyrir stofnunina eins og úttektir vegna fjárfestingastyrkja og jafnvel að yfirfara tölur um búfjárfjölda og uppskeru. Búnaðarsambandið er jákvætt út í fleiri verkefni en auðvitað þarf að fylgja fjármagn til að sinna því.

 

Fleira ekki og fundi slitið

Sveinn Sigurmundsson


back to top