Verklagsreglur vegna stuðnings við nýliðun í mjólkurframleiðslu

Verklagsreglur Bændasamtaka Íslands vegna stuðnings við nýliðun í mjólkurframleiðslu hafa nú verið staðfestar af ráðherra og birtar í B-deild Stjórnartíðinda. Verklagsreglurnar fjalla um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu af lið 6.4 „Óframleiðslu-tengdar og/eða minna markaðstruflandi greiðslur“ í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 10. maí 2004. Kveðið er á um árlega heildarupphæð þessara fjármuna í „Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda“ eins og hún birtist hverju sinni.
Samkvæmt reglunum geta einstaklingar eða lögaðilar sótt um framlög að fjárhæð allt að 5 milljónir króna við upphaf búskapar.
Skilyrði fyrir því að viðkomandi geti hlotið framlag er að um nýliða í kúabúskap sá að ræða og að viðkomandi hafi ekki áður verið skráður handhafi beingreiðslna samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu á síðustu 8 árum, talið frá 1. janúar 2012. Jafnframt má viðkomandi ekki hafa lagt inn mjólk eða verið eigandi að félagsbúum eða lögaðilum sem rekið hefur kúabú sl. 8 ár, talið frá 1. janúar 2012. Þá þarf umsækjandi að hafa ÍSAT-númer í búnaðargjaldsskyldri búgrein og opið virðisaukaskattsnúmer, eiga eða leigja rekstur á lögbýli og reikna sér endurgjald eða vera launþegi við reksturinn.
Að lokum þarf viðkomandi að vera aðili að gæðastýrðu skýrsluhaldi í nautgriparækt og uppfylla kröfur þess.

Sjá nánar:
Verklagsreglur um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu


back to top