Þráinn Bjarndal Jónsson lætur af störfum sem frjótæknir

Þráinn Bjarndal Jónsson, bóndi og frjótæknir í Miklaholti, lætur af störfum sem fastráðinn frjótæknir í dag, 19. júní 2012. Hann hóf störf við kúasæðingar  20. ágúst 1974 og hefur hann því starfað í nærri 38 ár við Kynbótastöð Suðurlands.  Það lætur nærri að hann hafi sætt eitthvað yfir 100 þúsund kýr ásamt fjölda fangskoðana. 
Sæðingaárangur Þráins hefur alla tíð verið góður og eru honum hér þökkuð vel unnin störf í þágu sunnlenskra bænda.


back to top