Verðlaunaveiting og fræðslufundur í nautgriparækt

Föstudaginn 7. mars nk. verða verðlaunaveiting og fræðslufundur í nautgriparækt í Þingborg í Flóa kl. 13.15. Afhent verða verðlaun fyrir hæst dæmdu kýr í kúaskoðun 2006 og 2007, þ.e. kýr fæddar 2002 og 2003.
Auk þessa verða landsráðunautar Bændasamtaka Íslands, Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir og Magnús B. Jónsson, með fræðsluerindi, m.a. um nýtt skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt og kynbætur nautgripa.

Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um nautgriparækt.


Búnaðarsamband Suðurlands


back to top