Vel á þriðja hundrað manns komu á opinn dag á Stóra Ármóti

Síðasta föstudag, 19. mars, var opinn dagur á Tilraunabúinu á Stóra Ármóti þar sem gestum og gangandi var boðið að koma og skoða tilraunafjósið og kynna sér starfsemina. Dagurinn heppnaðist mjög vel og mættu vel á þriðja hundrað manns á svæðið.
Auk kynningar á starfsemi Tilraunabúsins kynnti Búnaðarsambandið m.a. túnkortagerð,  Bændasamtök Íslands kynntu gagngrunnana huppa.is og jord.is auk fóðuráætlanagerðar með NorFor.  Landbúnaðarháskóli Íslands var með kynningu á tilraunastarfi. Þá var farið yfir kúadóma og sýndur klaufskurður í klaufskurðarbás Kynbótastöðvarinnar.
MS var með mjólkurvörukynningu þar sem boðið var upp á smökkun á vörum eins íþróttadrykknum Hleðslu, osatakökum, ostum o.fl. Þá voru fyrirtæki með kynningu á vörum sínum og þar má nefna Fóðurblönduna, Jötunn vélar, Landstólpa, Lífland og Sláturfélag Suðurlands.
Búnaðarsamband Suðurlands og Tilraunabúið á Stóra Ármóti þakka þeim sem lögðu leið sína að Stóra Ármóti á föstudaginn fyrir komuna og góðan dag.


Vel á þriðja hundrað manns komu á opinn dag á Stóra Ármóti

Síðasta föstudag, 19. mars, var opinn dagur á Tilraunabúinu á Stóra Ármóti þar sem gestum og gangandi var boðið að koma og skoða tilraunafjósið og kynna sér starfsemina. Dagurinn heppnaðist mjög vel og mættu vel á þriðja hundrað manns á svæðið.
Auk kynningar á starfsemi Tilraunabúsins kynnti Búnaðarsambandið m.a. túnkortagerð,  Bændasamtök Íslands kynntu gagngrunnana huppa.is og jord.is auk fóðuráætlanagerðar með NorFor.  Landbúnaðarháskóli Íslands var með kynningu á tilraunastarfi. Þá var farið yfir kúadóma og sýndur klaufskurður í klaufskurðarbás Kynbótastöðvarinnar.
(meira…)


back to top