Veffræðsla LK Mjólkurframleiðsla og mjólkurgæði á Norðurlöndum 2013

Mjólkurframleiðsla og mjólkurgæði á Norðurlöndum 2013 er fjórtándi fyrirlesturinn á þessum vetri.  Fyrirlesari er Snorri Sigurðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku.  Áætluð birting á þessum fyrirlestri er 14. apríl 2014.

Veffræðsla Landssambands kúabænda er nú send út á sínu öðru tilraunaári verkefnisins, en síðasta ár gekk vonum framar.  Hægt er að hlusta aftur og aftur á erindin eftir að þau hafa verið birt.   Rétt er að minna á að allir sem hafa áhuga geta fengið lykilorð og þannig aðgengi að bæði nýjum fyrirlestrum og þeim sem við sendum út í fyrra. Til þess að fá lykilorð þarf einungis að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@naut.is með nafni og heimilisfangi.

Nánar á naut.is


back to top