Vandamál með talhólf frjótækna

Nokkur brögð hafa verið að því að undanförnu að pantanir í talhólf hjá Hermanni Árnasyni og Smára Tómassyni hafa ekki komist til skila. Unnið er að greiningu á vandamálinu með Símanum og finnst orsök þess vonandi hið fyrsta. Það undarlega er að sömu bæir virðast lenda í þessu en aðrir ekki og virðist engu skipta hvort hringt er úr heima- eða farsíma.
Til þess að minnka óþægindin sem mest biðjum við þá sem lent hafa í því að pantanir skili sér ekki að senda Hermanni og Smára SMS til öryggis. Nóg er að fram komi bæjarnafn, númer þeirra gripa sem sæða og óskir um naut ef einhverjar eru.
Farsímanúmer Hermanns er 894 7148 og Smára 894 7149.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið og ítrekum að unnið er að lausn málsins.


back to top