Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2012

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn 18. apríl 2012 að Heimalandi undir Eyjafjöllum og hefst kl. 11.00
Sérstök athygli er vakin á að á fundinum mun fara fram kjör fulltrúa sambandsins á búnaðarþing. Jafnframt skal tekið fram að allir félagsmenn Búnaðarsambandsins eru kjörgengir.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Kl. 11.00 Fundarsetning (skipan fundarritara og fundarstjóra).
Kl. 11.10 Skipun kjörbréfanefndar.
Kl. 11.15 Skýrsla stjórnar: Guðbjörg Jónsdóttir formaður.
Kl. 11.30 Reikningar Búnaðarsambands Suðurlands og skýrsla framkvæmdastjóra: Sveinn Sigurmundsson.
Kl. 12.00 Umræður um skýrslur og reikninga.

Kl. 12.30 Matarhlé.

Kl. 13.10 Kjörbréfanefnd skilar áliti
Kl. 13.15 Ávörp gesta
Kl. 13.20 Samstarf BSSL og LbhÍ um tilraunastarf á Stóra Ármóti. Jóhannes Sveinbjörnsson
Kl. 13.35 Sameining ráðgjafastarfsemi BÍ og búnaðarsambanda. Guðbjörg Jónsdóttir
Kl. 14.00 Kosnir 7 fulltrúar til Búnaðarþings og jafnmargir til vara næstu 3 árin
Kl. 14.20 Tillögur lagðar fram og kynntar.
Kl. 14.30 Nefndir hefja störf.

Kl. 16.00 Kaffihlé

Kl. 16:30 Kosningar. Kosið er um 2 stjórnarmenn og 2 í varastjórn úr Rangárvallasýslu, 2 skoðunarmenn reikninga, varamenn þeirra og löggiltan endurskoðenda.
Kl. 16.45 Tillögur lagðar fram frá nefndum, umræður, afgreiðsla.
Kl. 17.30 Reikningar bornir undir atkvæði.
Kl. 17.35 Önnur mál.
Kl. 18.00 Fundarslit. Guðbjörg Jónsdóttir


back to top