Upplýsingasíða vegna efnahagsþrenginga

Á vef Bændasamtakanna hefur verið opnuð upplýsingasíða um sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði og viðbrögð við þeim. Um er að ræða upplýsingar sem geta gagnast bændum og öðrum sem starfa við landbúnað. Þar er að finna tengla á vefsíður sem tengjast m.a. landbúnaði, hinu opinbera og lánastofnunum.

Bændasamtökin hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir upplýsingum og ráðgjöf sem tengist efnahagsástandinu og hvetja bændur til þess að láta í sér heyra við búnaðarsambönd og BÍ ef þörf er á. Ábendingar um efnisval á upplýsingasíðunni eru vel þegnar á netfangið tjorvi@bondi.is

Tengill á upplýsingasíðuna


back to top