Upplýsingar um tvö ný ungnaut

Á vef BÍ nautaskra.net eru komnar upplýsingar um tvö ný ungnaut úr 2011 árgangnum sem ættuð eru af Suðurlandi.  Þessi naut eru þau tvö síðustu sem fara í dreifingu úr þessum árgangi en alls eru nautin þá orðin 26 talsins. Ungnautaspjöldin verða send út fljótlega en hægt er líka að nálgast þau á vefnum.

Nautin sem um ræðir eru Bryti 11070 frá Akurey 2 í V-Landeyjum undan Gylli 03007 og Búbót 580 Stígsdóttur 97010 og Kjarni 11079 frá Seljatungu í Flóa undan Ófeigi 02016 og Seríu 313 Laskadóttur 00010. Bryti er sammæðra Skjá 10090.
.

 


back to top