Útboð á Angus nautkálfunum hjá Nautís

Í næsta Bændablaði sem kemur út 16. maí verða lýsingar á Angus nautkálfunum 5 sem boðnir verða til sölu ásamt upplýsingum um útboðsferlið. Nautin sem boðin verða til sölu eru;

Vísir 18400 og Týr 18401. Þeir eru albræður  undan Lis Great Tigre og Letti av Nordstu.
Draumur 18402 undan First Boyd fra Li og Lita av Höystad.
Baldur 18403 og Bætir 18404. Þeir eru albræður undan Lis Great Tigre og Lara av Höystad.

Hér á síðunni verður hægt að nálgast eyðublaðið til að bjóða í kálfana og útboðsreglur. Myndin er af Baldri 18403.


back to top