Tilkynning vegna kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum

Enn hefur verið ákveðið að framlengja skráningarfrest á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Síðasti skráningardagur verður fimmtudagurinn 27. maí. Bændasamtök Íslands hafa gefið leyfi til að sýningin standi til 18. júní.
Eins og sjálfsagt flestir vita átti sýningin að hefjast næstkomandi mánudag en þessa stundina reiknum við með lítið verði sýnt þá viku en vonandi getum við byrjað að fullum krafti mánudaginn 7. júní.

Búnaðarsamband Suðurlands


back to top