Styttist í sauðfjársæðingar

Mikið af nýjum hrútum verða í boði á sauðfjásæðingastöðvunum að venju. Hrútarnir eru valdir eftir tveimur leiðum. Hrútar sem hafa skarað fram úr á búunum og eru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður og síðan út frá kjötmati í  afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel þetta haustið. Alls eru teknir 25 nýir hrútar. Af þeim eru 13 hyrndir, 9 kollar, 1 feldhrútur, 1 forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur. Það eru 5 hreinhvítir hyrndir, svartur, mórauður, grár og móflekkóttur. Líkur á að hrútafundir verði haldnir eru hverfandi en í staðinn yrði fróðleikur um hrútana og ræktunarstarfið á netinu. Hrútaskráin er í vinnslu og mun koma út á hefðbundnum tíma.

Á myndinni má sjá 3 nýja kollótta hrúta. Talið frá vinstri. Lurkur Heydalsá, Þristur frá Stað og Fennir frá Heydalsá


back to top