Fyrsti fósturvísakálfurinn úr innlendu fósturvísunum fæddur

Þann 2.nóvember fæddist fyrsti Angus kálfurinn á Stóra Ármóti úr fósturvísaskoluninni frá því í janúar. En þá náðust 46 fósturvísar úr Nautís kvígunum sem fæddar eru 2018. Af 7 fósturvísum sem komið var fyrir í jafnmörgum kúm festu 2 kýr fang og er önnur þeirra borin.

Fyrirhugað er að flytja kálfinn á nautastöðina Hesti til sæðistöku. Kálfurinn er undan Draumi ET 18402 sem er undan First Boyd fra Li NO 74033 og Birnu ET 1662742 sem er undan Li’s Great Tigre. Birna er langvaxin og var með mesta vaxtarhraðann af kvígunum en Draumur var með mesta vöxtinn af nautunum sem fædd voru 2018.

Kálfurinn hefur verið nefndur Skugga-Sveinn


back to top