Stuðningur við nýliða í kúabúskap

Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafa gert samkomulag sín á milli um að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að útfæra reglur um stuðning vegna nýliðunar í stétt kúabænda.
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er kveðið á um stuðning við nýliðun í bændastétt og gildandi búvörusamningur gerir sömuleiðis ráð fyrir stuðningi við nýliðun.
Yfirlýsingin, sem undirrituð var í dag 29. desember, er svohljóðandi:

„Með vísan í 1. grein (tl. 1.5) samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags. 10. maí 2004, höfum við orðið sammála um að ráðuneytið og Bændasamtök Íslands, ásamt Landssambandi kúabænda, leiti samkomulags um að verja hluta af samningslið 6.4 (Óframleiðslutengdar og/eða minna markaðstruflandi greiðslur) til stuðnings við nýliðun í mjólkurframleiðslu á árinu 2012. Aðilar skipi sameiginlega starfshóp á fyrstu dögum nýs árs til að útfæra nánar með reglum hvernig stuðningi þessum verði varið og skal hópurinn skila af sér tillögum í janúarmánuði 2012.“


back to top