Stuðningur BNA við landbúnað langtum meiri en ESB

Sú staðhæfing að landbúnaður í Bandaríkjunum sé rekinn með litlum opinberum stuðningi er bábilja sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er niðurstaða Momagri (Movement for a world agricultural organization), samtaka sérfræðinga sem láta sig landbúnað varða. Samtökin hafa hannað greiningarmódel sem nefnist SGPA (Global Support to Agricultural Production) til þess að bera saman stærðir og ólík form á stuðningi við landbúnað milli landa.
Samkvæmt niðurstöðum Momagri er stuðningur við landbúnað í Bandaríkjunum hátt í þrisvar sinnum hærri á íbúa en í Evrópu. Þannig nam stuðningurinn árið 2010 152 evrum (24.626 ISK) á íbúa í ESB meðan að sambærilega tala var 422 evrur (68.368 ISK) í BNA. Það að stuðningur við landbúnað í BNA sé næstum þrisvar sinnum meiri á hvern íbúa en í ESB hljómar ótrúlega miðað við það sem yfirleitt hefur verið haldið fram.

Hins vegar hefur bilið einungis verið að breikka á undanförnum árum, BNA hafa aukið sinn stuðning meðan að ESB hefur verið að draga úr honum. Til samanburðar var stuðningur Norðmanna við sinn landbúnað 2.600 NOK (56.836 ISK) á íbúa árið 2011 og á Íslandi liggur sambærileg tala nærri 36 þús. ISK.


Tafla 1. Stuðningur við landbúnað í ESB og BNA 2010 (upphæðir m.v. gengi ISK 23. okt. 2012).

ESB 27


BNA

Flokkur

milljarðar ISK


%


milljarðar ISK


%


1

Framleiðslutengdur stuðningur

87.804


1


438.282


2


2

Stuðningur við framleiðslu

882.090


7


390.799


2


3

Stuðningur við fjárfestingar og fjármögnun

738.882


6


19.888


<1


4

Matvælaaðstoð (Niðurgreiðslur, félagslegur stuðningur)

120.690


1


11.705.704


54


5

Útflutningsbætur

46.656


<1


996.762


5


6

Beingreiðslur-tekjuvernd („Single farm payment“ í ESB)

7.861.536


64


2.042.000


10


7

Stuðningur við markaðsstarf og landbúnaðarþróun

1.099.656


9


2.227.953


10


8

Byggðaþróun og umhverfisvernd

1.106.460


9


1.521.059


7


9

Stuðningur vegna stefnumörkunar og annarra hagsmuna

418.122


3


289.619


1


10

Gengisbreytingar

 


 


1.850.454


9

Samtals

12.361.896


100


21.482.520


100Ólík landbúnaðarstefna
Í BNA miðast stuðningur við landbúnað fyrst og fremst við það að örva og halda uppi framleiðslu með því að jafna verðsveiflur á markaði. Þá eru matvæli niðurgreidd til neytenda til þess að halda vöruverði niðri. Þetta hafa BNA túlkað sem félagslega aðstoð (matvælaaðstoð) en ESB túlkar þetta sem óbeinan stuðning við landbúnað. Hérlendis höfum við túlkað þetta sem óbeinan stuðning eða niðurgreiðslur. Niðurgreiðslur lögðum við af fyrir margt löngu og færðum okkur yfir í beingreiðslur til bænda. Innan ESB er stuðningsformið líkara því sem við þekkjum hérlendis, þ.e. beinn stuðningur til bænda til þess að tryggja bændum lágmarkstekjur og lífsgæði og halda vöruverði viðráðanlegu fyrir hinn almenna borgara. Stuðningur ESB er ekki tengdur við framleiðslumagn né heldur markaðsverð. Þannig tekur landbúnaðarstefna ESB ekki til verðsveiflna sem geta orðið á markaði sem BNA reynir að jafna út með sínum stuðningi.

Aukinn stuðningur í BNA
ESB hefur frá árinu 2008 dregið úr stuðningi sínum við landbúnað en á sama tíma hafa BNA farið í öfuga átt, þ.e. aukið sinn stuðning. Evrópskir bændur óttast því eðlilega aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur þar sem samkeppnisstaða þeirra sé skekkt gagnvart stéttarbræðrum sínum í BNA. Þetta á ekki síst við þar sem BNA kalla hluta stuðningsins félagslega aðstoð og túlka ekki sem stuðning við landbúnað. Á síðustu tíu árum hefur innflutningur landbúnaðarvara til ESB tvöfaldast og jafnast magnið nú á við framleiðslu af 350 þús. ferkílómetrum, landsvæðis á stærð við Þýskaland. Þessi þróun hefur ekki auðveldað WTO-viðræðurnar ásamt ólíkri túlkun landanna á stuðningsforminu. ESB hefur gert breytingar í átt til minnkandi stuðnings en BNA hafa aukið sinn stuðning og gert sína landbúnaðarframleiðslu samkeppnishæfari á heimsmarkaði.

Sérfræðingar Momagri telja að breytingar á landbúnaðarstefnu ESB sem koma eiga til framkvæmda á næsta ári muni halda áfram að veikja stöðu evrópskra bænda gagnvart stéttarbræðrum sínum í BNA. Þeir segja landbúnaðarstefnu ESB verða að tryggja meiri stöðugleika í verði , tryggja betur afkomu bænda og auka skilvirkni stuðningsgreiðslnanna. Að öðrum kosti verði Evrópa enn háðari öðrum hvað matvæli og fæðuöryggi snertir með ófyrirséðum félagslegum, efnahagslegum og pólitískum afleiðingum.

Heimild: http://www.multivu.com/mnr/56561-momagri-agricultural-support


back to top