Stóra-Ármót hlýtur umhverfisverðlaun Flóahrepps 2009

Umhverfisnefnd Flóahrepps hefur ákveðið að önnur tveggja umhverfisverðlauna ársins 2009 skuli falla í hlut Tilraunabúsins á Stóra-Ármóti. Veitt eru verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar „Heimili“ og hins vegar „Fyrirtæki/stofnanir“ og fellur Stóra-Ármót undir seinni flokkinn. Alls bárust nefndinni ábendingar um ellefu aðila þar sem snyrtimennska og vel hirt umhverfi þykir bera af og vera sveitarsómi og er þetta niðurstaða umhverfisnefndar eftir skoðun á öllum tilnefningunum.

Í umsögn Umhverfisnefndar segir:


Stóra-Ármót – Tilraunabúið. Þar eru bústjórar Höskuldur Gunnarsson og Hilda Pálmadóttir. Hirðusemi og nostursleg snyrtimennska eru þar aðalsmerki og mjög til sóma fyrir staðarhaldara, sem og sveitarfélagið í heild. Tilraunabúið er rekið af Búnaðarsambandi Suðurlands, þar er Grétar Hrafn Harðarson í forsvari fyrir það“.


Til að bændur misskilji ekki umsögnina skal áréttað að Grétar Hrafn Harðarson er starfsmaður Landbúnaðarháskóla Íslands og ber ábyrgð á tilraunastarfinu á Stóra-Ármóti en búreksturinn sem slíkur er á höndum Búnaðarsambandsins. 

Stefnt er að því að afhenda verðlaunin með formlegum hætti í annari viku septembermánaðar eftir nánara samkomulagi við sveitarstjóra.


Stóra-Ármót hlýtur umhverfisverðlaun Flóahrepps 2009

Umhverfisnefnd Flóahrepps hefur ákveðið að önnur tveggja umhverfisverðlauna ársins 2009 skuli falla í hlut Tilraunabúsins á Stóra-Ármóti. Veitt eru verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar „Heimili“ og hins vegar „Fyrirtæki/stofnanir“ og fellur Stóra-Ármót undir seinni flokkinn. Alls bárust nefndinni ábendingar um ellefu aðila þar sem snyrtimennska og vel hirt umhverfi þykir bera af og vera sveitarsómi og er þetta niðurstaða umhverfisnefndar eftir skoðun á öllum tilnefningunum.

(meira…)


back to top