Stór réttarhelgi á Suðurlandi

Nú um helgina verður réttað á nokkrum stöðum á Suðurlandi og er því vel hægt að tala um stóru réttarhelgina.  Af þeim sökum má gera ráð fyrir umferðartöfum víða og eru ökumenn beðnir að sýna sérstaka aðgát og tillitssemi.  Í dag verða nýjar Hrunaréttir í Hrunamannahreppi, vígðar af sr. Eiríki Jóhanssyni í Hruna, svo eru það Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi.  Á morgun verður réttað Grafarrétt í Skaftártungu, Reykjarétt á Skeiðum og Tungnaréttum í Biskupstungum. Á sunnudaginn verður svo réttað í Laugarvatnsrétt á Laugarvatni og á mánudag í Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð. 


back to top