Undirbúningsfundur 11.11.2013

Fundargerð undirbúningsfundur fyrir aðalfund Félags Hrossabænda 11.11.2013

Mætt eru:
Sveinn Steinarsson, María Þórarinsdóttir, Helgi Eggertsson, Eysteinn Leifsson, Viðar Steinarsson, Ólafur Þórisson, Bjarni Þorkelsson, Birgir Leó Ólafsson og Sigríkur Jónsson.

Tillaga um að Sölufengur verður gerður að veruleika af hálfu Félags Hrossabænda.
Ingimar Baldvinssyni verði falið að fylgja málinu eftir ásamt greinargerð sem fylgja muni málinu inn í nefndarstörf.

Markaðsstofa íslenska hestsins sem yrði tæki til að auka samstarf milli eininga innan hestamennskunnar þar sem það á við. Svo sem við markaðsstarf hvers konar, útgáfu fræðsluefnis, nýliðun o.s.fr.
Tillaga: HSS hvetur Félag Hrossabænda til aukins samstarfs við aðra hlutaðeigendur á sem flestum sviðum hestamennskunnar, sem gæti leitt til stofnunar klasasamstarfs(Markaðsstofa íslenska hestsins).

Upplýsingasíða fyrir byrjendur og aðra þar sem allar upplýsingar hestatengdar koma fram á einum stað.
Tillaga:HSS beinir því til Félags Hrossabænda að koma upp upplýsingasíðu þar sem allar grunnupplýsingar komi fram og séu aðgengilegar svo sem fóðurþarfir og helstu eiginleikar.

HSS gangi eftir svari við bréfi sínu til fagráð frá því í sumar.

Miðsumarssýning verði fest í sessi í ljósi þess hve vel þykir hafa tekist til síðasta sumar.

Farið yfir samþykktir frá síðasta ári og rætt um í hvaða farvegi viðkomandi mál séu.

Að tillögur HSS 5, 6 og 8 frá síðasta aðalfundi Félags Hrossabænda verði fluttar aftur.


back to top