Stjórnarfundur HS 1/2013

Stjórnarfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 3.1.2013

Stjórnarfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var haldinn í fundarsal Búnaðarsambands Suðurlands, þann 3. janúar 2013, kl. 18:00. Fundinn sátu: Sveinn Steinarsson, Birgir Leó Ólafsson, María Þórarinsdóttir, Ólafur Þórisson, Katrín Ólína Sigurðardóttir, Eysteinn Leifsson, Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Halla Eygló Sveinsdóttir.

Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Dagskrá vetrarins
3. Önnur mál

1. Fundarsetning
Sveinn Steinarsson setti fundinn og bauð menn velkomna. Höllu Eygló falið að rita fundargerð.

2. Dagskrá vetrarins
Ákveðið að fræðslukvöldið verði 23. eða 24. janúar kl. 20:00, staðsetning ekki ákveðin endanlega fyrr ljóst er hver verður með það. Hugmyndin er að fjalla um hvernig meta megi trippi. Undirbúningur fyrir sölu miði að því hlutverki sem henta mun hestinum í framtíðinni, er þetta efni í reiðhest eða eitthvað meira. Stjórn velti upp hugmyndum um hverjir vildu taka slíkt að sér. Sveini falið að ræða við Einar Öder og Olil Amble.
Sveinn sagðist hafa frétt af því að LH væri að fara á stað með markaðsverkefni. Hann ætlar að kynna sér málið betur en hugsanlega væri áhugavert fyrir samtökin að koma að því. Það gæti hugsanlega verið innlegg inn á aðalfund HS í febrúar. Stefnt er að aðalfundi HS 20. febrúar.
Ungfolasýningin hefur verð sett á 30. mars á Ingólfshvoli. Ræktun 2013 verður síðan 27. apríl.

 

3. Önnur mál
Sveinn sagði frá því að stjórn Félags hrossabænda væri búin að skipa nefnd til að skoða áverkamálin.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:00.

/Halla Eygló Sveinsdóttir


back to top