Stjórnarfundur HS 2/2013

Stjórnarfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 21.1.2013

Stjórnarfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var haldinn í fundarsal Búnaðarsambands Suðurlands, þann 21. janúar 2013, kl. 18:00. Fundinn sátu: Sveinn Steinarsson, Birgir Leó Ólafsson, María Þórarinsdóttir, Ólafur Þórisson, Eysteinn Leifsson, Magnús Benediktsson og Halla Eygló Sveinsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundarsetning
2. Sýningar vetrarins
3. Fræðslukvöld
4. Önnur mál

1. Fundarsetning
Sveinn Steinarsson setti fundinn og bauð menn velkomna. Höllu Eygló falið að rita fundargerð.

2. Sýningar vetrarins
Magnús Benediktsson hefur tekið að sér að sjá um ungfolasýninguna og Ræktun 2013. Hann mætti á fundinn og voru ýmis mál rædd varðandi dagskrá og framkvæmd. Magnús sagði að það væri greinilegt að nokkur hópur útlendinga setti stefnuna á að koma til landsins m.a. til að sjá Stóðhestaveisluna, það væri því upplagt að minna á ungfolasýninguna. Það mætti gera með í að vera með smá myndband á netinu og kynningu á facebook. Ekki verður selt inn á ungfolasýninguna og skráningargjaldið verður óbreytt frá í fyrra. Þá var skráningagjald á hvern fola 3.500 kr. fyrir félagsmenn en 4.000 kr. fyrir aðra. Greiða verður sér fyrir stíur. Birgir Leó tekur á móti skráningum eins og undan farin ár. Allir folarnir þurfa að vera eins járnaðir, það þarf að kynna fyrir eigendum folanna. María og Magnús ætla að taka saman lista yfir þá fola sem unnið hafa ungfolasýningarnar í gegnum árin og birta frétt um það á netinu.
Ræktun 2013 verður laugardaginn 27. apríl. Magnús bað stjórnarmenn að koma með hugmyndir að atriðum og áhugasamir mættu gjarnan hafa samband við hann ef þeir hefðu hugmyndir um atriði sem ættu heima á sýningunni. Eftir farandi hugmyndir eru komnar um dagskrá:
Verknemar frá Hólum sem eru í verknámi á Suðurlandi verði með opnunaratriði.
Öllum búum á Suðurlandi sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna ársins verði boðið að vera með og HS veiti þeim viðurkenningu.
Sunnlenskum landsmótssigurvegurum í hringvallargreinum verið boðið að vera með og verði verðlaunaðir fyrir árangur.
Heiðurshryssa Suðurlands verði heiðruð.
Ýmsar aðrar hugmyndir komu upp s.s. vera með söngatriði, bjóða félögum í FT suður að koma með atriði.
Miðaverð verður það sama og í fyrra eða 2.500 kr., frítt fyrir 12 ára og yngri. Eingöngu knapar fá frítt inn, ekki aðstoðarfólk eða eigendur hrossa.
Magnús lagði áherslu á að hljóðmál og tónlist yrðu að vera í lagi. Á að taka sýninguna upp eða ekki? Gæti verið hagstætt að semja við sama aðila að taka upp Stóðhestaveisluna og Ræktun 2013.

3. Fræðslukvöld
Olil Amble og Bergur Jónsson eru til í að taka að sér að vera með fræðslu um tamningu og undirbúning trippa. Kvöldinu verður hins vegar frestað af óviðráðanlegum orsökum, trúlega til 3. febrúar. Staðsetning hefur ekki verið endanlega ákveðin. Hugmynd kom að vera með fræðslukvöld í Rangárvallasýslu, t.d. í. mars, Sveini falið að kanna hvort Einar Öder væri tilbúinn til að vera með fræðslukvöld þar.

4. Önnur mál
Aðalfundur ákveðinn miðvikudaginn 20. febrúar í Hliðskjálf. Sveinn ætlar að panta húsið. Verkefni LH um á klasasamstarfi á sviði hestamennsku er rétt að fara af stað og ekki að vita hvað kemur út úr því. Það verður því ekki tímabært að kynna það á aðalfundi. Sveini falið að kanna hvort Heimir Gunnarsson, reiðkennari hjá Landbúnaðarháskólanum, er tilbúinn til að flytja erindi um hugmyndir sýnar að breytingum á núverandi dómkerfi og markaðsmálum.
Maríu falið að skrá samtökin á facebook, til að þar megi í framtíðinni kynna þau mál sem eru á döfinni hjá samtökunum.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:00.

/Halla Eygló Sveinsdóttir


back to top