Staðgreiðsla 2012

Bændabókhald Búnaðarsambands Suðurlands vekur athygli á breytingum sem verða á staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi nú um áramótin. Skatthlutfall í staðgreiðslu verður 37,34% af tekjum á bilinu 0 – 230.000 kr., 40,24% af tekjum á bilinu 230.001 – 704.367 kr. og 46,24% af tekjum yfir 704.367 kr. Persónuafsláttur hækkar frá fyrra ári og verður kr. 558.385 á ári eða kr. 46.532 á mánuði.
Tryggingagjald í staðgreiðslu lækkar og verður 7,79%.

Nánari upplýsingar:
Staðgreiðsla 2012
www.rsk.is.


back to top