SS minnir á vetrarslátrun sauðfjár og vantar folöld til slátrunar

Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem minnt er á að vetrarslátrun sauðfjár verður miðvikudaginn 30. nóvember n.k. og innlegg staðgreitt skv. verðskrá nóvember.
Einnig óskar félagið eftir folöldum til slátrunar. Bændaverð er 375 kr/kg. óháð flokkum og sláturdagsetningu. Staðgreitt á föstudegi eftir innleggsviku.


back to top