Skýrsla um sérstöðu íslensks landbúnaðar á ensku

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafði samband við Landbúnaðarháskóla Íslands um mitt síðasta ár og óskaði eftir því að unnin væri skýrsla um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Skýrslan átti að skapa grundvöll að samningsmarkmiðum íslensku samninganefndarinnar.
Yfirstjórn LbhÍ réð Torfa Jóhannesson til að vinna að þessu verkefni og skilaði hann skýrslunni nú fyrri hluta janúarmánaðar. Í henni er farið yfir helstu greinar landbúnaðar og gerð grein fyrir því hvar innlendar framleiðsluaðstæður skilja sig frá því sem algengt er í Evrópu. Efnistök voru ákveðin í samráði við ráðuneytið og helgast því að hluta til af þörfum samninganefndarinnar fyrir upplýsingar.

Agriculture in Iceland: Conditions and Characeteristics


back to top