Lungnapest í sauðfé

Þann 28. janúar síðastliðinn boðuðu Matvælastofnun og Búnaðarsamband Suðurlands til opins fræðslu- og umræðufundar í Fossbúð, Skógum. Tilefnið var uppkomin tilfelli lungnapestar í sauðfé undir Eyja-fjöllum og í Mýrdal. Frummælendur voru þau Halldór Runólfsson, Þorsteinn Ólafsson og Katrín Andrésdóttir, dýralæknar hjá MAST auk Eggerts Gunnarssonar, dýralæknis á Keldum. Fundarsókn var hin besta eða um 60 manns. Frummælendur fluttu fróðlegar tölur um eðli, útbreiðslu og aðgerðir gegn lungnasjúkdómum og studdu mál sitt með glærusýningu. Að erindum loknum var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir en þar kom margt þarft fram í spurningum og svörum.
Meðfylgjandi er fundargerð og glærusýning frummælenda sem vonlegt er að gagnist mörgum sem ekki höfðu tök á að sækja fundinn.

Búnaðarsamband Suðurlands

Lungnapest í sauðfé – glærur

Fundargerð fræðslufundar um lungnapest 28. janúar 2011


back to top