Skylt að meðhöndla líflömb sem flutt eru milli svæða

Við viljum vekja athygli kaupenda líflamba á því að samkvæmt reglugerð um flutning líflamba milli landsvæða er skylt að meðhöndla líflömb með lyfjum gegn sníkjudýrum fyrir flutning. Sérstaklega á þetta við um lömb úr Norðausturhólfi þar sem sérstakir lungnaormar eru landlægir en á þó við um alla flutninga líflamba.
Seljandi ber ábyrgð á að líflömb séu meðhöndluð og skulu þeir gæta þess að fá skriflega staðfestingu dýralæknis á meðhöndlunin hafi verið framkvæmd. Kaupendur líflamba í Norðausturhólfi skulu að sama skapi gæta þess að ekki sé verið að kaupa ómeðhöndluð líflömb og fá afrit af skriflegri staðfestingu dýralæknis á meðhöndluninni. Hvaða dýralæknir sem er má framkvæma aðgerðina. Almennt eru kaupendur líflamba hvattir til þess að láta meðhöndla lömbin með langvirku ormalyfi, segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.


back to top