Skilmálar um heimtöku

Nokkuð mismunandi skilmálar eru í boði hjá sláturleyfishöfum varðandi heimtöku í haust, en með brottfalli útflutningsskyldunnar er ekki lengur um neinn sérstakan heimtökurétt að ræða. Sláturhúsunum er því í sjálfsvald sett hvaða kjör þau bjóða upp á í því efni. Hér er samantekt um þau eins og þau koma fram á heimasíðum þeirra. Allar tölur eru án vsk.

KS/SKVH
130 kr/kg. af dilkakjöti
Gildir fyrir 200 kg eða minna. Það sem umfram er kostar 180 kr/kg
3.000 kr/stk. pr. fullorðið
7 parta sögun er gjaldfrjáls en 15 kr./kg fínsögun.


SS
2.300 kr/stk lömb og 2.500 kr/stk fullorðið
7 parta sögun er gjaldfrjáls en fínsögun 400 kr/stk.
Gildir fyrir eðlilega heimanotkun skv. upplýsingum á vef SS en „Stórfelld heimtaka til endursölu fellur ekki undir þetta og verður verðlögð sem verktakaslátrun á hærra verði“. Ekki kemur fram hvað mikið magn er metið sem eðlileg heimanotkun.


SAH afurðir
2.035 kr/stk pr. dilk og 2.260 kr/stk pr. fullorðið
Gildir fyrir 240 kg eða minna. Það sem umfram er kostar 190 kr/kg
Þeir sem taka heim yfir 50 dilka og allt að 150 fá slátrun á 165 kr/kg.  Sömu kjör eru í boði vegna fullorðins fjár. Öll sögun er gjaldfrjáls.


Norðlenska
1.750 kr/stk lömb og 1.960 kr/stk fullorðið. 
Gildir fyrir 240 kg eða m inna. 7 parta sögun er gjaldfrjáls en fínsögun 330 kr/stk.


Fjallalamb
121 kr/kg. af dilkakjöti (Fjallalambsbirgðir) en 142 kr/kg ef um eigin birgðir er að ræða.
2.300 kr/stk pr. fullorðið (eingöngu eigin birgðir). Með Fjallalambsbirgðum er átt við að innleggjandi fái sambærilegan skrokk úr birgðum Fjallalambs en ekki endilega eigin skrokk.  Með eigin birgðum er átt við hefðbundna heimtöku. 7 parta sögun er gjaldfrjáls en stighækkandi verð er til innleggjenda fyrir fínsögun eftir því hvað fyrirtækið þarf að geyma kjötið lengi.  T.d. kostar hún 373 kr/stk fram til áramóta, fer svo stighækkandi og getur farið upp í kr. 883/stk ef kjötið er ekki tekið heim fyrr en í september 2010


Sláturfélag Vopnfirðinga
Upplýsingar liggja ekki fyrir.


back to top