Síðustu forvöð að tryggja sér sæti

Nú eru að verða síðustu forvöð að tryggja sér sæti í hrossaræktarferð Hrossaræktarsamtaka Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands til Svíþjóðar dagana 28. nóvember til 1. desember 2008 í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambandssins. Á dagskrá er að fara á alþjóðlega hestasýningu í Globen í Stokkhólmi og heimsækja hrossaræktarbú rétt fyrir utan Stokkhólm. Fararstjóri verður enginn annar en Sigurður Sæmundsson.

Nánari upplýsingar um ferðina er að finna með því smella hér.


back to top