Síðasti skráningardagur á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum

Í dag er síðasti skráningardagur á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu sem hefst 30. maí og stendur til 10. júní. Hægt er að skrá í síma 480 1800 eða hér á heimasíðunni.
Nú þegar er búið að skrá vel á annað hundrað hross til sýningar á Gaddstaðaflötum. Við biðjum menn að vera frekar tímanlega því það hefur sýnt sig að álagið eykst þegar líður að lokum síðasta skráningardags og þá getur verið erfitt að hafa undan.

Skrá hross til dóms


back to top