Sauðfjárrækt í sátt við land og þjóð

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa í samvinnu látið gera stuttmynd til frekari skýringar á sjónarmiðum í tengslum við beitarmál o.fl. Kveikjan að gerð myndarinnar var mynd Herdísar Þorvaldsdóttur, „Fjallkonan hrópar…“, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, sunnudagskvöldið 14. október. Þar þótti bændum heldur vegið að íslensku sauðkindinni, umfjöllunin heldur einhliða og sjónarmiðum þeirra ekki gert hátt undir höfði.
Hér fyrir neðan er tenglar á myndina sem gerð var í tveimur útgáfum, styttri og lengri.

Sauðfjárrækt – í sátt við land og þjóð (19:00 mín.)


Sauðfjárrækt – í sátt við land og þjóð (7:52 mín.)


back to top