Samdráttur í sölu kindakjöts

Sala á dilkakjöti í aprílmánuði 2008 var rúm 479 tonn samanborið við 569 tonn í apríl 2007. Það er 15.8% minna hlutfallslega. Miðað við sama ársfjórðung og í fyrra (feb-apr) er 10.2% samdráttur og sé litið til 12 mánaða er 0.9% samdráttur.

Meðalsala á dilkakjöti fyrstu fjóra mánuði ársins var 513 tonn á mánuði samanborið við að hún var 508 tonn yfir allt árið 2007.


Markaðshlutdeild kindakjöts á innlendum kjötmarkaði var 27.4% síðustu 12 mánuði en alifuglakjöt var efst með 30.6%. Næst kom svínakjöt með 24.6%, þar á eftir nautgripakjöt með 13.6% og loks hrossakjöt með 2.6%


Sé litið til alls kindakjöts þá seldust 608 tonn í apríl.  Það er 4.3% minna heldur en í apríl 2007 en þá var salan 634 tonn. Miðað við sama ársfjórðung og 2007 er er heildarsalan 16.7% minni en 2.9% samdráttur sé litið til 12 mánaða. Meðalheildarsala fyrstu fjóra mánuði ársins er 579 tonn samanborið við 578 tonna meðalsölu á mánuði allt árið í fyrra. 


Þessar tölur eru byggðar á gögnum um sölu á kjöti í heildsölu.


Á vef Landssamtaka sauðfjárbænda má nálgast ítarlegri upplýsingar um sölutölur kindakjöts.


back to top