Sala á kjöti eykst

Samkvæmt nýjum tölum frá Landssamtökum sláturleyfishafa nam sala kjöts sl. 12 mánuði 24.311 tonn og skiptist þannig að sala alifuglakjöts er 7.576 tonn (+9,4%), kindakjöts 6.535 tonn (+10,6%), svínakjöts 5.577 tonn (-7,2%), nautakjöts 4.109 tonn (+8,0%) og hrossakjöts 514 tonn (-4,4%). Heildaraukningin nemur 4,6%.
Ef litið er nánar á sölu og framleiðslu nautakjöts er salan nánast sú sama og framleiðslan. Mest er framleitt af ungnautakjöti eða 2.342 tonn, kýrkjöt er 1.694 tonn, alikálfar 16 tonn og ungkálfar 57 tonn.

Sala á kindakjöti í ágúst sl. var 537 tonn, en í sama mánuði 2011 var salan 475 tonn. Miðað við sama ársfjórðung og 2011 (jún-ág) var salan 6,7% meiri en 10,6% meiri m.v. 12 mánaða tímabil (sept-ág).
 
Útflutningur var 92 tonn í ágúst, samanborið við 13 tonn í ágúst 2011. Útflutningur er tæp 23% sölunnar það sem af er ári. 74 tonna framleiðsla var í ágúst.
 
Birgðir kindakjöts í upphafi sláturtíðar um síðustu mánaðamót voru tæp 600 tonn, sem samsvarar um eins mánaðar sölu.


back to top