Sæðistökuvertíð lokið

Í gær lauk sæðistöku og útsendingu sæðis þetta haustið. Alls voru sendir úr skammtar í liðlega 22.000 ær sem er um 1000 skömmtum fleira en í fyrra. Því miður gekk illa að koma sæðinu á áfangastaði vegna ótíðar og því má þakka fyrir ef við náum sama fjölda af sæddum ám og í fyrra. Nokkrir hrútanna voru erfiðir í sæðistöku m.a Bursti frá Hesti sem gaf einungis sæði fyrstu dagana. Drumbur frá Bjarnastöðum gaf lítið sæði fyrri hluta tímabilsins en fór heldur skánandi þegar leið á. Sá hrútur sem mesta notkun fékk var Kölski frá Svínafelli en sæði úr honum var sent í 2065 ær.

Næstir komu Jóker frá Laxárdal með útsent sæði í 1795 ær, Garri frá Stóra Vatnshorni með í 1.715 ær, Danni frá Sveinungsvík með sæði í 1.555 ær og Höfðingi frá Leiðólfstöðum með sæði í 1.540 ær. Sá kollótti hrútur sem mesta notkun fékk var Radix frá Hjarðarfelli með útsent sæði í 965 ær. Þeir bændur sem eiga eftir að gera skil á fjölda áa sem þeir sæddu eða voru sæddar hjá þeim eru beðnir að gera það sem fyrst. Þá eru menn hvattir til að skila brúsum þar sem það er eftir. Að lokum þakkar Sauðfjársæðingastöðin fjárbændum nær og fjær ánægjulegt samstarf og óskar þeim gleðilegra jóla.

Sæðistaka-úr-hrútum-2014


back to top