Sæðistaka úr Angus nautunum frá 2020 hafin

Sæðistaka úr Angus nautunum 3 sem eru búin að vera 9 mánuði í einangrun hófst í byrjun júlí. Nautin sem um ræðir eru Emmi 20401, Erpur, 20402 og Eðall 20403. Þau eru ársgömul og vega um eða yfir 600 kg.  Öll eru undan Emil av Lillebakken 74028 sem er eitt af betri Angus nautum í Noregi um þessar mundir. Á myndinni má sjá Sveinbjörn framkvæmdastjóra NBÍ vígreifan með fyrsta sæðiskammtinn þetta sumarið og er hann úr Eðali 20403.  Um leið og endanlegar niðurstöður úr blóðsýnatöku liggja fyrir verður hafin dreifing úr þeim nautum sem nothæft sæði næst úr


back to top