Sáðvara hækkar í verði

Lífland  hefur birt verð á sáðvörum fyrir vorið 2011. Verðin hækka nokkuð frá fyrra ári og t.d. hækkar vallarfoxgras um 6-11%, grasfræblöndur hækka um 7-9% og vallarrýgresi um 8%. Grænfóðurfræ eins og repja og rýgresi hækkar á bilinu 16-23% misjafnt eftir tegundum og yrkjum. Bygg til þroska hækkar um 15-20%, minnst er hækkun á Judit (6 raða) en mest á íslensku yrkjunum Kríu (2ja raða) og Skúmi (6 raða).
Verðskrá Líflands er að finna á heimasíðu fyrirtækisins og er sjálfsagt að kynna sér hana vel. Við munumað venju birta samanburð á sáðvöruverði þegar verð liggur fyrir frá öðrum söluaðilum.

Sáðvöruverðskrá Líflands 2011


back to top