Lífland dregur úr verðhækkun á íslensku byggyrkjunum

Lífland hefur breytt áður útgefnum sáðvöruverðlista á þann veg að íslensku byggyrkin (Kría, Skúmur og Lómur) lækka úr 159 kr/kg í 150 kr/kg. Þannig verður hækkun á þeim milli ára 13,6%. Verðmunur á byggyrkjum hjá Líflandi er því aðeins 1 kr/kg eftir því hvort um er að ræða íslenskt eða erlent.
Nýr verðlisti verður væntanlega settur inn á heimasíðu Líflands innan skamms.


back to top