Rannsaka á ormalyfið Albencare frekar

LS hefur borist tilkynning frá Matvælastofnun þar sem að fram kemur að stofnunin hafi tekið beiðni samtakanna um rannsókn vegna lyfsins Albencare til meðferðar.
Ætlunin er að rannsaka málið frekar í samræmi við beiðni LS. Samstarfsnefnd MAST og Lyfjastofnunar hefur jafnframt fundað um hvort taka eigi lyfið af markaði. Nefndin taldi ekki ástæðu til þess á þeim forsendum að ekki væri neinn grunur um óæskilega verkan lyfsins væri það notað í samræmi við gildandi undanþágu. Sú undanþága felur í sér að lyfið eigi að gefa nautgripum.

MAST og Lyfjastofnun hafa jafnframt ítrekað við dýralækna þær vinnureglur sem gilda um ávísun dýralyfja og þá sérstaklega varðandi óskráð lyf.  Þar er m.a. vísað til reglugerðar nr. 462/2000 um markaðsleyfi fyrir sérlyf, merkingar þeirra og fylgiseðla.  Þeir sem hafa verið að nota Albencare og/eða önnur óskráð lyf eru hvattir að kynna sér hana og þá sérstaklega 5. gr. reglugerðarinnar þar sem fjallað er um undanþágur vegna dýralyfja.  Jafnframt er vakin athygli á bæklingi Lyfjastofnunar um tilkynningar á aukaverkunum dýralyfja.


Á síðustu dögum hafa tilkynningar borist LS um fleiri tilvik vandamála sem upp hafa komið á sauðfjárbúum og gætu tengst notkun Albencare.  Hafi einhverjir lesendur saudfe.is upplýsingar slíkt vilja samtökin gjarnan fá að heyra af því.  Hafið samband með því að senda póst á ls@bondi.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.


Ábendingar hafa einnig borist um gögn þar sem varað er við því að gefa sauðfé á fengitíma og á fyrstu 30 dögum meðgöngu lyf með virka efninu albendazole, en það er einmitt virka efnið í Albencare.


Hér eru tvö dæmi um slíkt
Bókin Georgi’s Parasitology for Veterinarians eftir Dwight Bowman
Gefin út af Saunders Elsevier í Bandaríkjunum 2009 (9. útg)
Sjá bls. 278


Bæklingurinn „Antiparasittærbehandling av produksjonsdyr
Gefinn út af norsku lyfjastofnuninni 2001
Sjá bls. 45

Bæklingur Lyfjastofnunar um tilkynningar á aukaverkunum dýralyfja


back to top